56. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu Skála, þriðjudaginn 26. febrúar 2013 kl. 19:30


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 19:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 19:30
Gunnar Bragi Sveinsson (GBS) fyrir EyH, kl. 19:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 19:30
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 19:30
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 19:30

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) 619. mál - vörugjald og tollalög Kl. 19:30
Formaður, HHj, lagði til að málinu yrði vísað til umsagnar fram á mánudag í næstu viku. Samþykkt.

2) 608. mál - tollalög o.fl. Kl. 19:30
Formaður, HHj, lagði til að málinu yrði vísað til umsagnar fram á mánudag í næstu viku. Samþykkt.

3) 571. mál - úrvinnslugjald Kl. 19:30
Formaður, HHj, lagði til að málinu yrði vísað til umsagnar fram á mánudag í næstu viku. Samþykkt.

4) Önnur mál. Kl. 19:30
Ritari var ekki viðstaddur fundinn sem haldinn var í færeyska herbergi Skála.

Fundi slitið kl. 19:35