59. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 4. mars 2013 kl. 09:00


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 09:25
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 09:35
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 09:00
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 09:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 09:00
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 09:00
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 09:00
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 10:15
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:00
Skúli Helgason (SkH), kl. 09:00

ÁÞS vék af fundi kl. 11:00.
LMós vék af fundi kl. 11:30.

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:50
Formaður, HHj, vakti athygli nefndarmanna á því að drög að fundargerðum 54. - 58. fundar hefðu verið sendar nefndarmönnum á tölvupósti. Óverulegar athugasemdir komu fram og skoðast þær samþykktar.

2) 619. mál - vörugjald og tollalög Kl. 09:00
Á fundinn komu Ögmundur Hrafn Magnússon frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Hólmfríður Þorgeirsdóttir og Dóra Guðrún Guðmundsdóttir frá embætti Landlæknis, Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins, Orri Hauksson, Ragnheiður Héðinsdóttir og Sigurður B. Halldórsson frá Samtökum iðnaðarins, Almar Guðmundsson frá Félagi atvinnurekenda, Lárus Ólafsson frá Samtökum verslunar og þjónustu og Guðmundur Jóhann Árnason og Ingibjörg Guðmundsdóttir frá tollstjóra.

Fulltrúi ráðuneytisins kynnti frumvarpið en því búnu lýstu aðrir gestir fundarins viðhorfum sínum til frumvarpsins. Gestirnir svöruðu síðan spurningum nefndarmanna.

Á fundinum var dreift umsögnum frá tollstjóra, Félagi atvinnurekenda og Samtökum iðnaðarins.

3) 608. mál - tollalög o.fl. Kl. 09:40
Á fundinn kom Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins. Gesturinn lýsti viðhorfum sínum til málsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 239. mál - aðskilnaður peningamyndunar og útlánastarfsemi bankakerfisins Kl. 10:00
Á fundinn komu Ásgeir Daníelsson og Lúðvík Elíasson frá Seðlabanka Íslands, Ben Dyson og Frosti Sigurjónsson frá Betra peningakerfi ásamt Richard Werner sem staddur var í Dubai og tók þátt í fundinum með aðstoð símfundarbúnaðar.
Fundarbeiðandi: LMós.
Formaður, HHj, gaf LMós orðið í upphafi umfjöllunar en síðan lýstu gestir viðhorfum sínum til málsins. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.

Dreift var á fundinum A4 blaði með grafi þar sem á stendur Bank-Created Money og Cash.

5) 571. mál - úrvinnslugjald Kl. 11:30
Á fundinn komu Ólafur Kjartansson og Guðlaugur Sverrisson frá Úrvinnslusjóði. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Gestirnir afhentu á fundinum glærur sem varða starfsemi sjóðsins.

Gestirnir vöktu athygli á breytingartillögu sem þeir komu á framfæri við nefndina fyrir fundinn.

6) 288. mál - opinber innkaup Kl. 09:50
Dreift var drögum að nefndaráliti ásamt breytingartillögum.

7) 501. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 09:50
Dreift var drögum að nefndaráliti ásamt breytingartillögum.

8) 542. mál - virðisaukaskattur Kl. 09:50
Dreift var drögum að nefndaráliti ásamt breytingartillögum.

9) 504. mál - verðbréfaviðskipti Kl. 09:50
Umræðu frestað.

10) EES-mál. Kl. 09:50
Umræðu frestað.

11) Önnur mál. Kl. 11:55
Formaður tók fram að hann stefndi á að taka til afgreiðslu eftirtalin mál á fundinum á morgun:
- mál nr. 288 (opinber innkaup)
- mál nr. 501 (fjármálafyrirtæki)
- mál nr. 542 (vsk, gagnaver)
- mál nr. 608 (dreifing gjalddaga)
- mál nr. 504 (verðbréfaviðskipti)

Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 11:55