60. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 5. mars 2013 kl. 15:15


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 15:15
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 15:15
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 15:15
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ), kl. 15:15
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 16:05
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 15:50
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 15:15
Margrét Tryggvadóttir (MT), kl. 15:15
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 15:15

SkH var fjarverandi.

Nefndarritari: Eiríkur Áki Eggertsson

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 15:15
Þessum dagskrárlið var frestað.

2) 220. mál - neytendalán Kl. 15:20
Nefndarmenn samþykktu að ræða málið enda þótt atkvæðagreiðslum að lokinni 2. umræðu væri ekki lokið.

Á fundinn komu Guðmundur Kári Kárason frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Aðalsteinn Sigurðsson og Arnar Kristinsson, meistaranemar í lögfræði.

Fulltrúi ráðuneytisins fór yfir viðbrögð ráðuneytisins við fram komnum athugasemdum sem bárust á síðasta fundi nefndarinnar. Aðalsteinn og Arnar gerðu grein fyrir viðhorfum sínum til málsins.

Gestirnir svöruðu síðan spurningum nefndarmanna.

3) Afdráttarskattur. Kl. 16:00
Á fundinn komu:
- Frá kl. 16:00 til 16:20 - Ingibjörg Helga Helgadóttir og Guðrún Þorleifsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Ingvar Rögnvaldsson, Guðrún Jenný Jónsdóttir og Lóa Ólafsdóttir frá ríkisskattstjóra.
- Frá kl 16:20 til 16:40 - Yngvi Örn Kristinsson, Stefán Pétursson og Ingvar Örn Sighvatsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja.

Rætt var um 4. og 10. gr. frumvarps um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem meiri hluti efnahags- og viðskiptanefndar lagði til að felldar yrðu brott við þinglega meðferð, sbr. lög nr. 146/2012. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Málið var síðast rætt undir 3. dagskrárlið 57. fundar nefndarinnar.

4) 619. mál - vörugjald og tollalög Kl. 16:40
Á fundinn kom Ögmundur Hrafn Magnússon frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Gesturinn gerði grein fyrir viðbrögðum ráðuneytisins við athugasemdum sem fram komu á síðasta fundi nefndarinnar.

5) 439. mál - ökutækjatryggingar Kl. 17:10
Á fundinn komu Vigdís Hauksdóttir, Valdemar Johnsen (Sjóvá) og Páll Þórhallsson (Íslandsbanka) frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Marta Jónsdóttir frá Umferðarstofu, Berglind Hilmarsdóttir og og Áslaug Jósepsdóttir frá Fjármálaeftirlitinu. Gestirnir lýstu viðhorfum sínum til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) 501. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 16:50
Formaður, HHj, lét dreifa drögum að nefndaráliti ásamt breytingartillögum og lagði til að frumvarpið yrði afgreitt til 2. umræðu. Enginn var mótfallinn afgreiðslu málsins.
- Með á áliti meiri hluta: (HHj, EyH, LMós, LRM, ÁÞS, SkH)
- HHj tók fram að SkH sem var fjarverandi yrði með á álitinu.
- MT áheyrnarfulltrúi styður álitið.
- MSch sat hjá við afgreiðslu málsins.

GÞÞ og PHB áskildu sér rétt til að skoða álitið og greina frá afstöðu sinni eftir fundinn.

7) 288. mál - opinber innkaup Kl. 16:50
HHj, formaður, tók fram að stefnt yrði á afgreiðslu málsins á fundi í fyrramálið.
Drögum að nefndaráliti dreift ásamt tillögum ráðuneytis um breytingar sem sendar voru nefndinni fyrir fundinn.

8) 542. mál - virðisaukaskattur Kl. 16:50
Formaður, HHj, lét dreifa drögum að nefndaráliti og lagði til að málið yrði tekið til afgreiðslu.
Enginn var mótfallinn afgreiðslu málsins.
Með á áliti (HHj, LRM, MSch, ÁÞS, SkH)
HHj tók fram að SkH sem var fjarverandi yrði með á álitinu.

GÞÞ, PHB, LMós áskildu sér rétt til að skoða álitið og greina frá afstöðu sinni eftir fundinn.
EyH tók fram að hún yrði ekki með á álitinu.

9) 608. mál - tollalög o.fl. Kl. 16:50
Formaður, HHj, lét dreifa drögum að nefndaráliti og lagði til að málið yrði tekið til afgreiðslu.
Enginn var mótfallinn afgreiðslu málsins.
Með á áliti (HHj, LRM, MSch, LMós, ÁÞS, EyH, PHB, GÞÞ, SkH)
HHj tók fram að SkH sem var fjarverandi yrði með á álitinu.

10) 504. mál - verðbréfaviðskipti Kl. 16:50
Drögum að nefndaráliti dreift. Afgreiðslu málsins frestað þar sem beðið væri eftir afstöðu ráðuneytisins til umsagnar FME.

11) 228. mál - aðskilnaður viðskiptabanka og fjárfestingarbanka Kl. 16:50
Þessum dagskrárlið var frestað.

12) 60. mál - virðisaukaskattur Kl. 16:50
Þessum dagskrárlið var frestað.

13) Önnur mál. Kl. 17:25
GÞÞ óskaði eftir tilgreindum upplýsingum varðandi lánaframkvæmd Íbúðalánasjóðs.
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 17:25