71. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 15. mars 2013 kl. 08:00


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 08:00
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 08:00
Eygló Harðardóttir (EyH), kl. 08:00
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 08:00
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 08:00

MSch og SkH höfðu boðað forföll.
LRM og GÞÞ voru fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 669. mál - gjaldeyrismál Kl. 08:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 669. mál og fékk á sinn fund Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins, Þóreyju S. Þórðardóttur frá Landssamtökum lífeyrissjóða, Magnús Harðarson, Pál Harðarson og Magnús Kristinn Gunnarsson frá Kauphöllinni, Yngva Örn Kristinsson og Guðjón Rúnarsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Pál Eiríksson frá slitastjórn Glitnis. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum sínum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 51. mál - bætt skattskil Kl. 09:00
Umræðum um málið var frestað.

3) 60. mál - virðisaukaskattur Kl. 09:00
Umræðum um málið var frestað.

4) 228. mál - aðskilnaður viðskiptabanka og fjárfestingarbanka Kl. 09:00
Umræðum um málið var frestað.

5) 239. mál - aðskilnaður peningamyndunar og útlánastarfsemi bankakerfisins Kl. 09:00
Umræðum um málið var frestað.

6) Önnur mál. Kl. 09:00
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 09:00