75. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 19. mars 2013 kl. 19:06


Mættir:

Helgi Hjörvar (HHj) formaður, kl. 19:06
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 19:06
Lilja Mósesdóttir (LMós), kl. 19:06
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 19:06
Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 19:06
Skúli Helgason (SkH), kl. 19:06

LRM hafði boðað fjarvist.
HHj og SkH véku af fundi kl. 19:50
GÞÞ og EyH voru fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 677. mál - hlutafélög o.fl. Kl. 19:06
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um 677. mál og fékk á sinn fund Jón Sveinsson frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Valdimar Össurarson frá Samtökum frumkvöðla og hugvitsmanna, Elínóru Ingu Sigurðardóttur frá Félagi kvenna í nýsköpun, Þorstein G. Gunnarsson frá Innovit og Hauk Alfreðsson frá Samtökum sprotafyrirtækja.

2) 625. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Kl. 19:26
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Pál Harðarson og Magnús Kristinn Ásgeirsson frá Kauphöllinni. Gerðu þeir grein fyrir sínum sjónarmiðum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 629. mál - tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda Kl. 19:45
Formaður lét dreifa drögum að nefndaráliti og lagði til að málið yrði afgreitt út sem allir viðstaddir voru sammála og allir viðstaddir á áliti nefndarinnar.

4) Önnur mál. Kl. 19:59
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 19:59