3. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, miðvikudaginn 19. júní 2013 kl. 09:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:00
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:00

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:00
Dagskrárliðnum var frestað.

2) Störf nefndarinnar. Kl. 09:00
Formaður fór yfir starfsáætlun nefndarinnar fyrir sumarþingið.

3) 9. mál - aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu þau Sigrún Ólafsdóttir frá forsætisráðuneytinu, Bryndís Helgadóttir frá innanríkisráðuneytinu og Sigurður Guðmundsson frá Fjármála- og efnahagsráðuneyti og fóru yfir þingsályktunartillöguna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Hugmyndir um frestun gildistöku laga nr. 33/2013. - Kynning frá innanríkisráðuneytinu. Kl. 10:00
Fulltrúar Innanríkisráðuneytisins þau Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Sigurbergur Björnsson mættu á fund nefndarinnar og kynntu málið fyrir nefndinni auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

5) 1. mál - ráðstafanir í ríkisfjármálum Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar mættu umsagnaraðilar þau Erna Hauksdóttir Samtökum ferðaþjónustunnar og Ólafur Torfason frá Foss- hótelum, Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins og Drífa Snædal og Halldóra Sveinsdóttir frá Starfsgreinasambandinu og fóru yfir málið með nefndinni kynntu sína afstöðu og svöruðu spurningum nefndarmanna. Einnig mætti Dr. Ásgeir Jónsson hagfræðingur fyrir nefndina og ræddi hagræn sjónarmið er málið varða.

6) Önnur mál Kl. 11:50
Rætt var um möguleika á að skoða frekar hvernig bregðast má við svartri atvinnustarfsemi og mögulega halda fund með t.d. ríkisskattstjóra og öðrum hlutaðeigandi aðilum og taka stöðuna.

Fundi slitið kl. 12:00