4. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í forsætisnefndarherbergi, fimmtudaginn 20. júní 2013 kl. 13:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 13:05
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 13:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 13:01
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 13:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 13:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 13:00
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 13:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 13:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 13:00

HHj sat fundinn fyrir ÁPÁ.

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) 1. mál - ráðstafanir í ríkisfjármálum Kl. 13:00
Málið borið upp til afgreiðslu. Nefndin ræddi málið í þaula og tekin var ákvörðun um að kalla til fleiri gesti á fund nefndarinnar til að varpa ljósi á þau atriði sem nefndarmönnum fannst standa útaf í umfjöllun nefndarinnar.

2) Lög nr. 33/2013 um neytendalán. Kl. 13:20
Ákveðið að starfshópur nefndarinnar um málið sem samastendur af Helga Hjörvari, Líneiku Önnu Sævarsdóttur og Pétri Blöndal muni hittast í í hádegi 21. júní og fara yfir framkomnar upplýsingar frá ráðuneyti og leggja mat á hvernig best er að vinna málið.

3) Önnur mál Kl. 13:30
Vilhjálmur Bjarnason óskar eftir frekari skilgreingu á bankaleynd.
Ekki voru önnur mál rædd undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 13:30