5. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, föstudaginn 21. júní 2013 kl. 08:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 08:00
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 08:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 08:01
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 08:00
Helgi Hjörvar (HHj), kl. 08:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 08:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 08:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 08:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 08:01

HHj sat fundinn fyrir ÁPÁ.

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) 1. mál - ráðstafanir í ríkisfjármálum Kl. 08:00
Nefndin hélt áfram að taka á móti gestum vegna málsins. Á fund nefndarinnar mættu þeir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri, Frosti Ólafsson framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Bogi Nilsson fjármálastjóri Icelandair. Gestir kynntu nefndinni sín sjónarmið í málinu og svöruðu fyrirspurnum nefndarmanna.

Í lok fundarins var málið borið upp til afgreiðslu. Meiri hluti nefndarinnar samþykkti að taka málið út með nefndaráliti. Helgi Hjörvar, Steingrímur j. Sigfússon og Guðmundur Steingrímsson skila séráliti.

2) 9. mál - aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi Kl. 08:40
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið með því að taka á móti helstu umsagnaraðilum. Á fund nefndarinnar kl 8:10 komu þau Ólafur Darri Andrason frá ASÍ,frá BSRB komu Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Kristinn Bjarnason, Hannes G. Sigurðsson frá Samtökum atvinnulífsins, Guðjón Bragason frá Samband ísl. sveitarfélaga. Kl. 9:10 komu Ásta S.Helgadóttir og Lovísa Ósk Þrastardóttir frá Umboðsmanni skuldara, Þórey S. Þórðardóttir og Arnar Sigurmundsson frá Landssamtökum lífeyrissjóða og Halldóra E. Ólafsdóttir og Guðrún Áslaug Jósepsdóttir frá Fjármálaeftirlitið. Kl. 9:40 komu Grétar Jónsson og Ingibjörg Þórðardóttir frá Félagi fasteignasala, Vilhjálmur Bjarnason og Guðmundur Ásgeirsson frá Hagsmunasamtök heimilanna, Gunnhildur Gunnarsdóttir og Sigurður jón Björnssón frá Íbúðalánasjóði og Harpa Jónsdóttir frá Seðlabanka Íslands.
Gestir kynntu nefndinni afstöðu sína í málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna um málið.

3) Önnur mál Kl. 10:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00