8. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 142. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8–10, miðvikudaginn 26. júní 2013 kl. 08:30


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 08:30
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 08:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 08:30
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 08:37
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:32
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 08:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 08:30
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 08:57
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 08:30

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) 9. mál - aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi Kl. 08:30
Þau Þorvarður Tjörvi Ólafsson og Karen Á. Vignisdóttir sérfræðingar í Seðlabanka Íslands sem unnið hafa greiningu á stöðu íslenskra heimila mættu fyrir nefndina og ræddu við nefndina og svöruðu spuringum nefndarmanna um málið.

2) 20. mál - Seðlabanki Íslands Kl. 09:00
Nefndin fékk á sinn fund Jón Sigurðsson og Friðrik Má Baldursson, Þóru Margréti Hjaltested og Eirík Magnús Jensson frá Arion banka, Sverrir Þorvaldsson og Jón Guðna Ómarsson frá Íslandsbanka, Vigdísi Evu Líndal og Björgu Thorarensen auk fulltrúa frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Landssamtökum lífeyrissjóða og Fjármálaeftirlitinu. Gestir fóru yfir sjónarmið sín auk þess að svara spurningum þeim sem nefndarmenn lögðu fyrir þá.

3) Önnur mál Kl. 11:58
Óskað eftir að ráðuneyt og seðlabanki mæti aftur á fund nefndarinnar vegna máls nr. 20 um breytingar á lögum Seðlabanka Íslands.

Fundi slitið kl. 12:00