7. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 29. október 2013 kl. 13:08


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 13:08
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 13:39
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 13:29
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 13:29
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 13:08
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 13:08
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 13:10
Þorsteinn Sæmundsson (ÞorS) fyrir WÞÞ, kl. 13:08
Ögmundur Jónasson (ÖJ) fyrir SJS, kl. 13:08

VilB var fjarverandi.
ÖJ vék af fundi kl. 15:12.

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 14:12
Fundargerð síðasta fundar var samþykkt.

2) 2. mál - tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014 Kl. 13:09
Á fund nefndarinnar komu Halldór Árnason og Hannes G. Sigurðsson frá Samtökum atvinnulífsins og Elín Alma Arthursdóttir, Guðrún Jenný Jónsdóttir, Ingvar J. Rögnvaldsson og Jón Guðmundsson frá Ríkisskattstjóra. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.
Kl. 14:17 var lögð fram tillaga um að FSigurj yrði framsögumaður málsins. Tillagan var samþykkt.

3) 3. mál - ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014 Kl. 13:28
Á fund nefndarinnar komu Halldór Árnason og Hannes G. Sigurðsson frá Samtökum atvinnulífsins. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.
Kl. 14:17 var lögð fram tillaga um að PHB yrði framsögumaður málsins. Tillagan var samþykkt.

4) 4. mál - stimpilgjald Kl. 14:17
Lögð var fram tillaga um að RR yrði framsögumaður málsins. Tillagan var samþykkt.
Kl. 14:34 komu á fund nefndarinnar Hannes G. Sigurðsson frá Samtökum atvinnulífsins, Árni Jóhannsson frá Samtökum iðnaðarins og Ásta Sólveig Andrésdóttir og Ingi Þór Finnsson frá Þjóðskrá Íslands. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

5) 11. mál - viðbrögð við skuldavanda einstaklinga með lán með veði í eign þriðja aðila Kl. 14:19
Samþykkt var að óska umsagna um málið. Frestur til að veita umsagnir var ákveðinn til og með 19. nóvember 2013.

6) 15. mál - tekjuskattur Kl. 15:05
Samþykkt var að óska umsagna um málið. Frestur til að veita umsagnir var ákveðinn til og með 15. nóvember 2013.

7) Önnur mál Kl. 15:07
Nefndarmenn ræddu málin.

Fundi slitið kl. 15:47