20. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 21. nóvember 2013 kl. 13:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 13:02
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 13:02
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 13:02
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH), kl. 13:02
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 13:51
Margrét Gauja Magnúsdóttir (MGM), kl. 13:02
Páll Valur Björnsson (PVB), kl. 13:02
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 13:57
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 13:12
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 14:44

Nefndarritarar:
Benedikt S. Benediktsson
Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 13:00
Nefndin samþykkti fundargerð 19. fundar.

2) 9. mál - greiðsluþjónusta Kl. 13:05
Nefndin fékk á sinn fund þau Sigríði Rafnar Pétursdóttir og Pál Kolka Ísberg frá Seðlabanka Íslands sem kynntu afstöðu bankans til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 59. mál - raforkustrengur til Evrópu Kl. 13:30
Á fund nefndarinnar komu Hörður Arnarsson og Björgvin Skúli Sigurðsson frá Landsvirkjun, Hannes G. Sigurðsson frá samtökum atvinnulífsins, Róbert Faresveit og Kristján Þórður Snæbjarnarson frá Alþýðusambandi Íslands og Bjarni Jónsson frá Sambandi garðyrkjubænda. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til málsins og svörðuðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

4) 168. mál - vátryggingastarfsemi og miðlun vátrygginga Kl. 14:45
Nefndin samþykkti að óska umsagna um málið. Frestur til að skila umsögnum var ákveðinn til og með 2. desember nk.

5) 177. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Kl. 14:45
Nefndin ákvað að óska umsagna um málið. Frestur til að skila umsögnum var ákveðinn til og með 2. desember nk.

6) 3. mál - ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014 Kl. 14:13
Framsögumaður kynnti efni draga að nefndaráliti.

7) Önnur mál Kl. 15:30
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 17:00