15. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 13. nóvember 2013 kl. 09:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:00
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ) fyrir GStein, kl. 09:00
Helgi Hjörvar (HHj) fyrir ÁPÁ, kl. 09:08
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:50
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:08
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:05

BjÓ vék af fundi kl. 09:35.
HHj vék af fundi kl. 10:57.
RR vék af fundi kl. 11:31.

Nefndarritarar:
Benedikt S. Benediktsson
Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:01
Fundargerð 14. fundar var samþykkt.

2) 4. mál - stimpilgjald Kl. 09:07
Á fund nefndarinnar komu Jón Þór Sturluson frá Fjármálaeftirlitinu og Guðrún Þorleifsdóttir og Maríanna Jónasdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Jón Þór kynnti nefndinni afstöðu til málsins. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

3) 22. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002. Kl. 09:45
Á fund nefndarinnar komu Jón Þór Sturluson, Hjálmur Nordal, Linda Kolbrún Björgvinsdóttir og Skúli Magnússon frá Fjármálaeftirlitinu og Páll Gunnar Pálsson og Steinar Páll Magnússon frá Samkeppniseftirlitinu. Nefndin ræddi fundarefnið. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Kynning á þingmálum fjármála- og efnahagsráðherra. Kl. 10:21
Á fund nefndarinnar komu Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Leifur Arnkell Skarphéðinsson, Maríanna Jónasdóttir, Svanhildur Hólm Valsdóttir og Tómas Brynjólfsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Bjarni kynnti nefndinni þau þingmál sem hann hyggst leggja fram á líðandi löggjafarþingi. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 11:42
Nefndin ræddi málin.

Fundi slitið kl. 11:45