33. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 13. desember 2013 kl. 13:03


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 13:03
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 13:03
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 13:11
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 13:06
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 13:03
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 13:03
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 13:03
Svandís Svavarsdóttir (SSv) fyrir SJS, kl. 13:03
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 13:03

JÞÓ var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Benedikt S. Benediktsson
Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 13:03
Umfjöllun um dagskrárliðinn var frestað til næsta fundar.

2) 2. mál - tekjuaðgerðir fjárlagafrumvarps 2014 Kl. 13:06
Á fund nefndarinnar komu Guðrún Þorleifsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Benedikt Bogason frá Réttarfarsnefnd og Reimar Pétursson. Guðrún og Reimar svöruðu spurningum nefndarmanna. Benedikt svaraði spurningum sem snertu málefni á sviði réttarfars.

3) Önnur mál Kl. 13:03
Nefndin samþykkti að senda öðrum fastanefndum tilkynningu vegna 3. máls, ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2014 (verðlagsbreytingar o.fl.).
Nefndin ræddi meðferð 168. máls, vátryggingastarfsemi og miðlun vátrygginga (markaðssetning o.fl., EES-reglur).
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 13:53