51. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 19. febrúar 2014 kl. 10:03


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 10:03
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 10:03
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 10:03
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 10:03
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:03
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 10:03
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 10:07
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 10:03

Steingrímur J. Sigfússon vék af fundi kl. 11:02.
Árni Páll Árnason og Jón Þór Ólafsson voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Benedikt S. Benediktsson
Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:03
Nefndin samþykkti fundargerð 50. fundar.

2) Eftirlit með starfsemi fjármálafyrirtækja. Kl. 10:05
Á fund nefndarinnar komu Björk Sigurgísladóttir, Rúnar Guðmundsson, Skúli Magnússon og Valdimar Gunnar Hjartarson frá Fjármálaeftirlitinu. Gestirni kynntu nefndinni fyrirkomulag eftirlits með starfsemi fjármálafyrirtækja og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 238. mál - greiðslur yfir landamæri í evrum Kl. 10:50
Á fund nefndarinnar komu Jóna Björk Guðnadóttir og Sigríður María Torfadóttir frá Samtökum fjármálafyrirtækja og Páll Kolka Ísberg og Sigríður Rafnar Pétursdóttir frá Seðlabanka Íslands. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 220. mál - opinber innkaup Kl. 11:29
Nefndin ræddi málið.

5) 168. mál - vátryggingastarfsemi og miðlun vátrygginga Kl. 11:30
Nefndin ræddi málið.

6) 289. mál - virðisaukaskattur Kl. 11:47
Lögð var fram tillaga um að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins. Tillagan var samþykkt.
Lögð var fram tillaga um að óska skriflegra umsagna um þingmálið. Tillagan var samþykkt. Frestur til að skila umsögnum var ákveðinn til 13. mars 2014.

7) 316. mál - fjárhagslegar tryggingarráðstafanir Kl. 11:45
Lögð var fram tillaga um að Willum Þór Þórsson yrði framsögumaður málsins. Tillagan var samþykkt.
Lögð var fram tillaga um að óska skriflegra umsagna um þingmálið. Tillagan var samþykkt. Frestur til að skila umsögnum var ákveðinn til 10. mars 2014.

8) 300. mál - skattafsláttur vegna kostnaðar við ferðir til og frá vinnu Kl. 11:45
Lögð var fram tillaga um að Líneik Anna Sævarsdóttir yrði framsögumaður málsins. Tillagan var samþykkt.

9) Önnur mál Kl. 11:57
Nefndin ræddi meðferð þingmála.
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 11:57