62. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 2. apríl 2014 kl. 09:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:03
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:03
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:03
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 10:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:03
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:03
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:12

Ragnheiður Ríkharðsdóttir var fjarverandi af persónulegum ástæðum.
Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 11:24
Nefndin samþykkti fundargerð 61. fundar.

2) 373. mál - endurskoðendur Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar kom Harpa Theodórsdóttir frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Harpa kynnti nefndinni þingmálið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 392. mál - fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri Kl. 09:29
Á fund nefndarinnar kom Ólafur Egill Jónsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Ólafur kynnti nefndinni þingmálið og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 402. mál - vextir og verðtrygging Kl. 10:02
Nefndin ræddi meðferð málsins.

5) 179. mál - tollalög og vörugjald Kl. 10:06
Nefndin ræddi meðferð málsins.

6) 35. mál - mótun viðskiptastefnu Íslands Kl. 11:32
Umræðum um dagskrárliðinn var frestað til næsta fundar.

7) 426. mál - fjármálastöðugleikaráð Kl. 10:22
Á fund nefndarinnar komu Leifur Arnkell Skarphéðinsson og Tómas Brynjólfsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Gestirnir kynntu nefndinni þingmálið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

8) Önnur mál Kl. 11:27
Nefndin ræddi stuttlega um 236. mál, sala fasteigna og skipa (heildarlög). Þá ræddi nefndin hugmyndir að dagskrám næstu funda.
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 11:32