64. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 7. apríl 2014 kl. 09:30


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:32
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:32
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:32
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:42
Edward H. Huijbens (EdH) fyrir SJS, kl. 09:40
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 10:48
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:32
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:17
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:32

Guðmundur Steingrímsson kom seint til fundarins vegna annarra þingstarfa.
Ragnheiður Ríharðsdóttir var fjarverandi af persónulegum ástæðum.

Nefndarritarar:
Benedikt S. Benediktsson
Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:53
Umfjöllun um dagskrárliðinn var frestað til næsta fundar.

2) 484. mál - séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar Kl. 09:34
Á fund nefndarinnar komu Þórarinn G. Pétursson frá Seðlabanka Íslands, Sigurður Hannesson, Einar Hugi Bjarnason og Ingibjörg ólöf Vilhjálmsdóttir frá sérfræðingahópi um höfuðstólslækkun verðtryggðra húsnæðislána og kosti og galla leiðréttingarsjóðs og Yngvi Harðarson frá Analytica ehf. Þórarinn kynnti nefndinni efni 2. viðauka við ritið Peningamál 1/2014 og svaraði spurningum nefndarmanna. Aðrir gestir svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 166. mál - virðisaukaskattur Kl. 10:48
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um málið. Lagt var til að málið yrði afgreitt á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt.

4) 402. mál - vextir og verðtrygging Kl. 10:44
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um málið. Lagt var til að málið yrði afgreitt á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt samhljóða.

5) Önnur mál Kl. 10:53
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 10:53