68. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 30. apríl 2014 kl. 09:02


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:02
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:02
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:02
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:44
Helgi Hjörvar (HHj) fyrir ÁPÁ, kl. 09:02
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:02
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:02
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:02
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:02
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:02

Nefndarritarar:
Benedikt S. Benediktsson
Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:02
Nefndin samþykkti fundargerð 67. fundar.

2) 426. mál - fjármálastöðugleikaráð Kl. 09:06
Á fund nefndarinnar komu Hannes G. Sigurðsson frá Samtökum atvinnulífsins, Yngvi Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Jón Gunnar Jónsson frá Bankasýslu ríkisins og Finnur Sveinbjörnsson. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 484. mál - séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar Kl. 11:23
Á fund nefndarinnar komu Jón Þór Sturluson og Gunnar Þór Ásgeirsson frá Fjármálaeftirlitinu, Hólmsteinn Brekkan og Jóhann Már Sigurbjörnsson frá Samtökum leigjenda á Íslandi, Eyjólfur Eysteinsson og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir frá Landssambandi eldri borgara, Guðlaug Kristinsdóttir og Benedikt Sigurðarson Búseta á Norðurlandi, Gísli Örn Bjarnhéðinsson frá Búseta og
Daníel Rúnarsson frá Búmönnum. Gestirnir kynntu afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 485. mál - leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána Kl. 11:23
Á fund nefndarinnar komu Guðlaug Kristinsdóttir og Benedikt Sigurðarson Búseta á Norðurlandi, Gísli Örn Bjarnhéðinsson frá Búseta og Daníel Rúnarsson frá Búmönnum. Gestirnir kynntu afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 156. mál - verslun með áfengi og tóbak Kl. 11:49
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um málið. Lögð var fram tillaga um að nefndin afgreiddi málið á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt með atkvæðum Frosta Sigurjónssonar, Steingríms J. Sigfússonar, Willum Þórs Þórssonar, Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, Péturs H. Blöndal. Upplýst var að Guðmundur Steingrímsson og Líneik Anna Sævarsdóttir mundu rita undir álitið skv. 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

6) 315. mál - gjaldskrárlækkanir o.fl. Kl. 11:53
Samþykkt var að gerðar yrðu breytingar á nefndaráliti meiri hluta nefndarinnar um málið.

7) Önnur mál Kl. 11:55
Nefndin ræddi stuttlega um dagskrá næsta fundar.
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 11:58