10. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 22. október 2014 kl. 09:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:00
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Oddgeir Ágúst Ottesen (OddO) fyrir Unni Brá Konráðsdóttur (UBK), kl. 09:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:00

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 8. og 9. fundar samþykktar.

2) 2. mál - virðisaukaskattur o.fl. Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar mættu Marta G. Blöndal og Frosti Ólafsson frá Viðskiptaráði, Stefán A. Svensson og Halldór Jónsson frá Lögmannafélagi Íslands, Vala Valtýsdóttir og Hjördís Gunnarsdóttir frá Deloitte ehf.,Hannes G. Sigurðsson frá Samtökum atvinnulífsins, ALmar Guðmundsson frá samtökum iðnaðarins og Lárus M.K. Ólafsson og Andrés Magnússon frá SVÞ - Samtökum verslunar- og þjónustu. Gestirnir gerðu grein fyrir umsögnum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 3. mál - ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015 Kl. 10:20
Á fund nefndarinnar mættu Almar Guðmundsson frá Samtökum iðnaðarins og Lárus M.K. Ólafsson og Andrés Magnússon frá SVÞ-
Samtökum verslunar og þjónustu.

4) 2. mál - virðisaukaskattur o.fl. Kl. 10:50
Á fund nefndarinnar mætti Hörður Harðarson og fór yfir umsögn Svínaræktarfélags Íslands um málið auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

5) Tilskipun 2014/49/ESB er varðar innlánatryggingakerfi Kl. 11:20
Nefndin ræddi málið og ákvað að taka það fyrir til afgreiðslu á næsta fundi nefndarinnar.

6) Önnur mál Kl. 11:30
Willum Þór Þórsson var skipaður framsögumaður í máli nr. 30 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða ( fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða). Ákveðið að senda málið til umsagnar með hefðbundnum umsagnarfrest.

Fundi slitið kl. 11:30