18. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 19. nóvember 2014 kl. 09:03


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 08:59
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 08:57
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 08:57
Brynjar Níelsson (BN) fyrir Unni Brá Konráðsdóttur (UBK), kl. 08:59
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:01
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:06

Brynjar Níelsson vék af fundi vegna annarra þingstarfa kl. 10:00.
Willum Þór Þórsson og Vilhjálmur Bjarnason voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Guðmundur Steingrímsson og Jón Þór Ólafsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:03
Fundargerðir 16. og 17. funda voru samþykktar.

2) 356. mál - tekjuskattur o.fl. Kl. 09:04
Á fund nefndarinnar kom Ingibjörg Helga Helgadóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Ingibjörg Helga kynnti nefndinni efni frumvarpsins og svaraði spurningum nefndarmanna að því loknu.

3) 17. mál - verslun með áfengi og tóbak o.fl. Kl. 09:40
Á fund nefndarinnar komu Sigrún Ósk Sigurðardóttir og Sveinn Víkingur Árnason frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, Snorri Olsen og Karen Bragadóttir frá Tollstjóra, Páll Gunnar Pálsson og Sóley Ragnarsdóttir frá Samkeppniseftirlitinu og Andrés Magnússon og Lárus M.K. Ólafsson frá Samtökum verslunar og þjónustu. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til þeirra þátta málsins sem heyra undir málefnasvið nefndarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 8. mál - greiðsludráttur í verslunarviðskiptum Kl. 10:58
Frestað.

5) 41. mál - virðisaukaskattur Kl. 10:58
Ákveðið var að óska skriflegra umsagna um málið og að frestur til að skila umsögnum yrði til 10. desember 2014.

6) 109. mál - skattafsláttur vegna kostnaðar við ferðir til og frá vinnu Kl. 10:58
Nefndin ræddi málið.

7) 36. mál - vörugjald Kl. 10:58
Nefndin ræddi málið.

8) Önnur mál Kl. 10:59
Nefndin ræddi hugmyndir um dagskrár næstu funda.
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 11:01