20. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 24. nóvember 2014 kl. 09:04


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:04
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:04
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:04
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:04
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 10:04
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:18
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:14
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:04
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:04

Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:04
Fundargerð 19. fundar var samþykkt.

2) 363. mál - yfirskattanefnd o.fl. Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Guðrún Þorleifsdóttir og Rakel Jensdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Fulltrúar ráðuneytisins kynntu nefndinni þingmálið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 356. mál - tekjuskattur o.fl. Kl. 09:41
Á fund nefndarinnar komu Haraldur I. Birgisson frá Deloitte ehf., Ásta Kristjánsdóttir frá Ernst & Young ehf. og Ágúst Guðmundsson og Sigurjón Högnason frá KPMG ehf. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 120. mál - vátryggingarsamningar Kl. 10:11
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti og breytingartillögum við málið. Lögð var fram tillaga um að afgreiða málið á grundvelli draganna. Tillagan var samþykkt samhljóða.

5) 12. mál - hlutafélög o.fl. Kl. 10:18
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti og breytingartillögum við málið.

6) 8. mál - greiðsludráttur í verslunarviðskiptum Kl. 10:31
Nefndin ræddi málið.

7) 3. mál - ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015 Kl. 10:34
Nefndin ræddi hugmyndir að dagskrá næstu funda.
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

8) Önnur mál


Fundi slitið kl. 10:55