22. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 25. nóvember 2014 kl. 13:04


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 13:04
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 13:04
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 13:04
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 13:17
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 13:14
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 13:11
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 13:07
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) fyrir Unni Brá Konráðsdóttur (UBK), kl. 13:04
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 13:04

Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:05
Nefndin samþykkti fundargerðir 20. og 21. funda.

2) 2. mál - virðisaukaskattur o.fl. Kl. 13:06
Á fund nefndarinnar komu Guðjón Bragason og Magnús Karel Hannesson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Kristinn Bjarnason frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, Ólafur Darri Andrason frá Alþýðusambandi Íslands, Pétur Reimarsson og Þorsteinn Víglundsson frá Samtökum atvinnulífsins, Gunnar Valur Sveinsson og Helga Árnadóttir frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Tryggvi Guðmundsson frá Laugarvatn Fontana, Anna G. Sverrisdóttir frá Samtökum um heilsuferðaþjónustu á Íslandi, Magnea Guðmundsdóttir frá Bláa lóninu, Gunnar Ingi Valdimarsson og Kristján M. Baldursson frá TREX, Jón Þór Ólafsson frá Ævintýrinu ehf., Lárus Blöndal og Líney Rut Halldórsdóttir frá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands og Helgi Gunnarsson og Sæmundur Runólfsson frá Ungmennafélagi Íslands.
Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til hugmynda um breytingar á frumvarpinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 3. mál - ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2015 Kl. 15:58
Nefndin ræddi málið.

4) Önnur mál Kl. 16:28
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 16:28