30. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 11. desember 2014 kl. 13:06


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 13:06
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 13:06
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 13:06
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 13:06
Jóhanna María Sigmundsdóttir (JMS) fyrir Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 13:06
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 13:06
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 13:06
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 13:06
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 13:06
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 13:06

Nefndarritari: Benedikt S. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:06
Frestað.

2) 405. mál - stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki Kl. 13:10
Á fund nefndarinnar komu Jón Á. Tryggvason frá ríkisskattstjóra, Hallgrímur Jónasson og Sigurður Björnsson frá Rannís, Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins og Davíð Lúðvíksson frá Samtökum iðnaðarins. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu til málsins og svaraði spurningum nefndarmanna.
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um málið. Þá var lögð fram tillaga um að málið yrði afgreitt á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt samhljóða.

3) 356. mál - tekjuskattur o.fl. Kl. 13:45
Fyrir fundinn voru lögð drög að nefndaráliti um málið. Þá var lögð fram tillaga um að málið yrði afgreitt á grundvelli álitsdraganna. Tillagan var samþykkt samhljóða.

4) 433. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Kl. 13:56
Lögð var fram tillaga um að nefndin afgreiddi málið til 2. umræðu án nefndarálits. Tillagan var samþykkt samhljóða.

5) Önnur mál Kl. 13:59
Fleira var ekki gert á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 13:59