32. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 21. janúar 2015 kl. 09:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) fyrir Unni Brá Konráðsdóttur (UBK), kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:00

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað til næsta fundar.

2) 208. mál - sala fasteigna og skipa Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mætti fyrst Ólafur Egill Jónsson frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og kynnti málið fyrir nefndinni. Að aflokinni kynningu ráðuneytis mættu því næst til leiks Ingibjörg Þórðardóttir, Finnbogi Hilmarsson og Grétar Jónasson frá félagi fasteignasala, Tryggvi Axelsson og Þórunn Anna Árnadóttir frá Neytendastofu, Jóhannes Gunnarsson og Hildigunnur Hafsteinsdóttir frá Neytendasamtökunum og Páll Gunnar Pálsson frá Samkeppniseftirlitinu.

3) Önnur mál Kl. 10:55
Ekki var fleira gert á þessum fundi.

Fundi slitið kl. 11:00