33. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 26. janúar 2015 kl. 09:35


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:35
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:35
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:50
Björn Valur Gíslason (BVG) fyrir Steingrím J. Sigfússon (SJS), kl. 09:35
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 10:12
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:35
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:27
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Pétur H. Blöndal (PHB), kl. 09:40
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:35

Jón Þór Ólafsson vék af fundi kl. 10:28.
Árni Páll Árnason vék af fundi kl. 10:50.
Unnur Brá Konráðsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 11:05
Fundargerðir 29. - 32. fundar voru samþykktar.

2) Starfsemi Samkeppniseftirlitsins (Páll Gunnar Pálsson o.fl.). Kl. 09:35
Á fund nefndarinnar komu Páll Gunnar Pálsson og Ásgeir Einarsson frá Samkeppniseftirlitinu. Kynntu þeir starfsemi stofnunarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Reglugerð (ESB) nr. 1024/2012 er varðar upplýsingakerfi fyrir innri markaðinn Kl. 10:28
Á fund nefndarinnar komu Anna Katrín Vilhjálmsdóttir frá utanríkisráðuneytinu, Ólafur Grétar Kristjánsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Ólafur Egill Jónsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Kynntu þau efni gerðarinnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 208. mál - sala fasteigna og skipa Kl. 14:45
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Brynhildi Bergþórsdóttur viðskiptafræðingur og Einar G. Harðarson löggiltur endurskoðandi. Gerðu þau grein fyrir umsögnum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 11:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:05