41. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 11. mars 2015 kl. 09:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:00
Pétur H. Blöndal (PHB) 1. varaformaður, kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Árni Páll Árnason (ÁPÁ), kl. 09:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:00
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:00
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:00
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK), kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:00

Líneik Anna Sævarsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 40. fundar samþykkt.

2) Breyting á lögum 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Þórey Þórðardóttir frá landssamtökum lífeyrissjóða, Rut Hreinsdóttir frá Lífeyrissjóði verkfræðinga og Snædís Ögn Flosadóttir frá Arionbanka fóru yfir málið með nefndinni og svörðuðu spurningum nefndarmanna.

3) 251. mál - tollalög Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar mættu Hörður Davíðsson, Sævar Sævarsson og Oddný Rós Ásgeirsdóttir frá Tollstjóra. Gestirnir fóru yfir athugasemdir sínar við frumvarpið og svörðuðu spurningum gesta.

Gestir féllust á að setja saman tillögu að breytingu á frumvarpsdrögunum og senda nefndinni til skoðunar.

4) 13. mál - aðgerðir til að efla lítil og meðalstór fyrirtæki og fyrirtæki í tækni- og hugverkaiðnaði Kl. 09:50
Á fund nefndarinnar mættu Björn Brynjólfur Björnsson frá viðskiptaráði, Elvar Knútur Valsson frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Magnús Harðarson og Magnús K. Ásgeirsson frá Kauphöll Íslands, Páll Rúnar Kristjánsson frá Félagi atvinnurekenda, Almar Guðmundsson frá Samtökum iðnaðarins, Sigmar Guðbjörnsson frá samtökum sprotafyrirtækja, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir frá samtökum atvinnulífsins og Valdimar Össurarson frá samtökum frumkvöðla og hugvitsmanna. Gestirnir kynntu nefndinni umsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 208. mál - sala fasteigna og skipa Kl. 10:50
Nefndin ræddi drög að nefndaráliti. Umræðu frestað.

6) 455. mál - náttúrupassi Kl. 11:55
málinu frestað til næsta fundar.

7) Önnur mál Kl. 12:00
Nefndin ákvað að fela framsögumönnum að gera drög að nefndarálitum í máli 13. um aðgerðir til að efla lítil og meðalstór fyrirtæki og fyrirtæki í tækni- og hugverkaiðnaði og 251. máli um tolla af sýnishornum verslunarvara.

Fundi slitið kl. 12:00