48. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 20. apríl 2015 kl. 09:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 08:55
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Áslaug María Friðriksdóttir (ÁMF), kl. 09:33
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:13
Steingrímur J. Sigfússon (SJS), kl. 09:25
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:06


Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerð 47. fundar samþykkt.

2) 571. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Tryggvi Axelsson og Þórunn Anna Árnadóttir frá Neytendastofu og Hjálmar S. Brynjólfsson, Björk Sigurgísladóttir og Arndís Kristjánsdóttir frá Fjármálaeftirlitinu. Gestir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 4. mál - fjárhagslegar tryggingarráðstafanir Kl. 10:05
Nefndin ræddi drög að áliti um frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjárhagslegar tryggingarráðstafanir nr. 46/2005, þingmál nr. 4.

4) 571. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 10:25
Á fund nefndarinnar mættu Lilja Jenssen og Thimas Skov Jenssen frá MP-banka og Hannes Frímann Hrólfsson og Tanya Zharov frá Virðingu hf. Gestirnir fóru yfir sín sjónarmið í málinu og svörðuðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 11:00
Ekki var fleira gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 11:00