39. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 24. febrúar 2016 kl. 09:10


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:10
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:10
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:10
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:10
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:10
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:10

Guðmundur Steingrímsson boðaði forföll.
Vilhjálmur Bjarnason boðaði forföll.
Sigríður Á. Andersen boðaði forföll.
Ásta Guðrún Helgadóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
fundargerðir 37. og 38. fundar voru samþykktar.

2) 383. mál - fasteignalán til neytenda Kl. 09:15
Á fund nefndarinnar mættu þeir Einar Sigurbergsson og Jakob Jakobsson frá Neko funding og kynntu sín sjónarmið í málinu og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 384. mál - vextir og verðtrygging o.fl. Kl. 09:45
Á fund nefndarinnar mættu þau Sigríður Benediktsdóttir, Örn Hauksson og Áslaug Jósepsdóttir og kynntu umsögn Seðlabanka Íslands um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 420. mál - Seðlabanki Íslands Kl. 10:10
Nefndin ræddi drög að nefndaráliti í málinu. Ákveðið að fara yfir drögin og taka málið fyrir að nýju á fundi nefndarinnar nk. mánudag.

5) Tilskipanir 2014/23/ESB, 2014/24/ESB og 2014/25/ESB er varða opinber innkaup Kl. 10:20
Nefndin ákvað að afgreiða málið frá nefndinni með áliti. Allir viðstaddir standa að álitinu sem sent verður utanríkismálanefnd.

6) Reglugerð (ESB) nr. 734/2013 er varðar eftirlit með ríkisaðstoð Kl. 10:25
Nefndin ákvað að afgreiða málið frá nefndinni með áliti. Allir viðstaddir standa að álitinu sem sent verður utanríkismálanefnd.

7) 169. mál - umbætur á fyrirkomulagi peningamyndunar Kl. 10:30
Ákveðið að senda málið til umsagnar með tíu daga umsagnarfrest.

8) Önnur mál Kl. 10:30
ekki var fleira gert á þessum fundi.

Fundi slitið kl. 11:30