43. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 8. mars 2016 kl. 13:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 13:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 13:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 13:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 13:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 13:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 13:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 13:00

Katrín Jakobsdóttir, Vilhjálmur Bjarnason og Ásta Guðrún Helgadóttir voru fjarverandi.

Líneik Anna Sævarsdóttir vék af fundi kl 13:30.

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerðir 41. og 42. fundar samþykktar.

2) 456. mál - ársreikningar Kl. 13:05
Á fund nefndarinnar mættu Sveinn Arason og Ingi K. Magnússon frá Ríkisendurskoðun, Árni Þór Hlynsson frá Félagi bókhaldsstofa og Guðrún Kvaran frá Íslenskri málnefnd. Gestir röktu umsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 561. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 14:25
Á fund nefndarinnar mættu þeir Leifur Arnkell Skarphéðinsson og Hjörleifur Gíslason frá Fjármála- og efnahagsráðuneyti. Þeir kynntu frumvarpið fyrir nefndinni og svörðuðu spurningum nefndarmanna.

Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti.

4) 456. mál - ársreikningar Kl. 14:55
Á fund nefndarinnar mættu Ragnar Hafliðason og Guðrún Finnborg Þórðardóttir frá Fjármálaeftirlitinu og Ólafur Stephensen og Inga Skarphéðinsdóttir frá Félagi atvinnurekenda. Gestir röktu umsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 15:30
Ákveðið var að óska eftir minnisblöðum frá Samkeppniseftirlitinu og Fjármálaeftirlitinu um málefni tryggingafélaganna og útgreiðslu arðs. Einnig var ákveðið að boða til aukafundar í hádegishléi kl 13:00 nk. fimmtudag 10. mars með framangreindum aðilum til að ræða um málefni tryggingafélaganna.

Fundi slitið kl. 17:00