76. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 24. ágúst 2016 kl. 09:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:00
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 10:40
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:00

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 71. -73. fundar samþykktar.

2) 787. mál - aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum o.fl. Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Benedikt S. Benediktsson, Ingibjörg Helga Helgadóttir, Guðrún Inga Torfadóttir og Ása Ögmundsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og kynntu nefndinni frumvarpið og breytingartillögur ráðuneytis við frumvarpsdrögin auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

3) Framvinda við úrvinnslu stöðugleikaeigna Kl. 09:55
Á fundinn mættu Eshter Finnbogadóttir og Sigurður Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneytis og kynntu nefndinni greinagerð um framvindu við úrvinnslu stöðugleikaeigna auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

4) 826. mál - gjaldeyrismál Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar mættu Guðrún Þorleifsdóttir, Guðmundur Kárason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Guðmundur Sigurbergsson og Kristjana Jónsdóttir frá Seðlabanka Íslands og kynntu málið fyrir nefndinni auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

5) 779. mál - félagasamtök til almannaheilla Kl. 11:15
Ákveðið að senda málið til umsagnar með frest til 2. september.

6) 664. mál - hlutafélög o.fl. Kl. 11:20
Ákveðið að senda málið til umsagnar með frest til 2. september.

7) Önnur mál Kl. 11:25
ekki var fleira gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 11:30