79. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 7. september 2016 kl. 09:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:00
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:00

Sigríður Á Andersen og Birgitta Jónsdóttir boðuðu forföll.

Nefndarritarar:
Gautur Sturluson
Gunnlaugur Helgason

Guðmundur Steingrímsson vék af fundi kl 11:10.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Þessum dagskrárlið var frestað til næsta fundar.

2) 826. mál - gjaldeyrismál Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Unnur Gunnarsdóttir og Bryndís Ásbjarnardóttir frá Fjármálaeftirlitinu, Sigurður Jóhannesson og Ásgeir Eiríksson frá HAgfræðistofnun Háskóla Íslands, Stefán A. Svensson frá Lögmannafélagi Íslands, Helgi Sigurðsson frá Lagastoð, Þórey Þórðardóttir, Ólafur Sigurðsson og Þorbjörn Gunnarsson frá Landssamtökum lífeyrissjóða, Magnús Kristinn Ásgeirsson og Páll Harðarson frá Kauphöll Íslands og Ásgeir Skúli Thoroddsen og Ágúst K. Guðmundssn frá KPMG. Gestirnir fóru yfir umsagnir sínar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 787. mál - aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum o.fl. Kl. 11:05
Á fund nefndarinnar mættu Helga Þórisdóttir og Helga Þórhallsdóttir frá Persónuvernd og fóru yfir umsögn stofnunarinnar um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:30
Katrín Jakobsdóttir óskaði eftir að fulltrúar fjármála- og efnahagsráðuneytis og Ríkisskattstjóra mæti til fundar við nefndina og ræði um almennar lausnir/möguelga skattlagningu eða aðrar reglur um kaupauka og ofurlaun í samræmi við umræðu þá sem verið hefur í samfélaginu undandfarna viku.

Willum Þór Þórsson óskaði eftir því að umfjöllun um mál 665 um breytingu á lögum um tekjuskatt yrði sett á dagskrá nefndarinnar.

Nefndin ákvað að óska eftir upplýsingum frá fjármálaráðuneyti um verklagsreglur í tengslum við hæfismat stjórnenda fjármálafyrirtækja.

Fundi slitið kl. 11:30