80. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 12. september 2016 kl. 09:33


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:33
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:33
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:33
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:33
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:33
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:15
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 09:33
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:41
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:33

Birgitta Jónsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:33
Fundargerðir 75.-79. fundar voru samþykktar.

2) 787. mál - aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum o.fl. Kl. 09:34
Á fund nefndarinnar kom fyrst Sigurjón Högnason frá KPMG ehf., næst Andrés Þorleifsson og Anna Mjöll Karlsdóttir frá Fjármálaeftirlitinu og Ingibjörg Árnadóttir og Jóna Björk Guðnadóttir frá Samtökum fjármálafyrirtækja og loks Aðalsteinn Hákonarson og Ingvar Rögnvaldsson frá ríkisskattstjóra.

3) Önnur mál Kl. 11:02
Ákveðið var að Vilhjálmur Bjarnason yrði framsögumaður nefndarinnar í 779. máli um félagasamtök til almannaheilla, Willum Þór Þórsson í 787. máli um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum o.fl., Frosti Sigurjónsson í 817. máli um vexti og verðtryggingu (verðtryggð neytendalán) og 818. máli um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð og Sigríður Á. Andersen í 826. máli um gjaldeyrismál (losun fjármagnshafta).

Fundi slitið kl. 11:04