71. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 11. ágúst 2016 kl. 13:15


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 13:15
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 13:15
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 13:45
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH) fyrir Birgittu Jónsdóttur (BirgJ), kl. 13:15
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 13:15
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 14:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 13:30
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 13:15
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 13:15

Guðmundur Steingrímsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:15
Fundargerð 66-68. fundar samþykkt.

2) Staða mála Kl. 13:20
Formaður fer yfir verkefnastöðu nefndarinnar.

3) 787. mál - aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum o.fl. Kl. 13:30
Á fund nefndarinnar mættu Benedikt Benediktsson, Maríanna Jónasdóttir, Ingibjörg Helga Helgadóttir og Guðrún Inga Torfadóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Á fundinum kom fram að von væri á ítarlegu minnisblaði um málið frá ráðuneyti. Ákveðið að fresta frekari umfjöllun um málið þar til framangreint minnisblað liggur fyrir sem og öðrum gestakomum.

4) 396. mál - vátryggingastarfsemi Kl. 13:50
Nefndin ræddi drög að nefndaráliti um málið. Ákveðið að taka málið aftur til umfjöllunar á fundi nefndarinnar 15. ágúst.

5) Önnur mál Kl. 14:15
Ákveðið að óska eftir að fulltrúar Seðlabanka Íslands mæti á fund nefndarinnar og fari yfir niðurstöður gjaldeyrisútboðs frá 16. júní sl.

Fundi slitið kl. 14:15