14. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í færeyska herberginu, miðvikudaginn 21. desember 2016 kl. 14:50


Mættir:

Benedikt Jóhannesson (BenJ) formaður, kl. 14:50
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 14:50
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 14:50
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 14:50
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 14:50
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 14:50
Smári McCarthy (SMc), kl. 14:50
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 14:50

Logi Einarsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) 2. mál - ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2017 Kl. 14:50
Málið var afgreitt með samþykki Benedikts Jóhannessonar, Bjartar Ólafsdóttur, Brynjars Níelssonar, Elsu Láru Arnardóttur, Sigríðar Á. Andersen og Vilhjálms Bjarnasonar. Katrín Jakobsdóttir og Smári McCarthy sátu hjá.

Að nefndaráliti meiri hluta stóðu Benedikt Jóhannesson, Björt Ólafsdóttir (með fyrirvara), Brynjar Níelsson, Elsa Lára Arnardóttir, Sigríður Á. Andersen, Smári McCarthy (með fyrirvara) og Vilhjálmur Bjarnason. Katrín Jakobsdóttir tilkynnti að hún myndi skila minnihlutaáliti.

2) Önnur mál Kl. 14:58
Formaður bar fram tillögu frá þingmanni utan nefndar um að 7. mál (frumvarp til laga um kjararáð) yrði tekið aftur til umfjöllunar og óskað umsagnar frá Samtökum atvinnulífsins um tiltekið atriði. Ákveðið var að verða ekki við tillögunni.

Fundi slitið kl. 14:58