15. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 21. desember 2016 kl. 17:00


Mætt:

Benedikt Jóhannesson (BenJ) formaður, kl. 17:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 17:00
Björt Ólafsdóttir (BjÓ), kl. 17:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 17:00
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 17:04
Logi Einarsson (LE), kl. 17:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 17:00
Smári McCarthy (SMc), kl. 18:05
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 17:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞÆ), kl. 17:00

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir vék af fundi kl. 18:05 og Smári McCarthy kom á fundinn í hennar stað.

Nefndarritari:

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 17:00
Fundargerðir 13. og 14. fundar voru samþykktar.

2) 7. mál - kjararáð Kl. 17:03
Á fundinn mættu Skúli Magnússon frá Dómarafélagi Íslands, Björn Rögnvaldsson og Sigurður Helgi Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, Gylfi Arnbjörnsson frá ASÍ og Hannes G. Sigurðsson frá Samtökum atvinnulífsins. Gerðu þeir grein fyrir sjónarmiðum sínum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Nefndin ákvað að taka málið út úr nefndinni með samþykki allra viðstaddra að undanskilinni Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur sem sat hjá. Allir viðstaddir standa að nefndaráliti nema Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.

3) 6. mál - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins Kl. 18:05
Á fund nefndarinnar mættu Kristinn Bjarnason og Sonja Ýr Þorbergsdóttir frá BSRB. Gerðu þau grein fyrir sjónarmiðum sínum í tengslum við málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Nefndin ákvað að taka málið út með samþykki Benedikts Jóhannessonar, Bjartar Ólafsdóttur, Brynjars Níelssonar, Elsu Láru Arnardóttur, Sigríðar Á. Andersen og Vilhjálms Bjarnasonar og standa þau að áliti meiri hluta.

4) Önnur mál Kl. 18:42
Fleira var ekki gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 18:42