16. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 20. janúar 2017 kl. 10:00


Mættir:

Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 10:00
Elsa Lára Arnardóttir (ELA), kl. 10:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) fyrir BenJ, kl. 10:00
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 10:00
Logi Einarsson (LE), kl. 10:00
Nichole Leigh Mosty (NicM) fyrir BjÓ, kl. 10:00
Óli Björn Kárason (ÓBK) fyrir SÁA, kl. 10:00
Smári McCarthy (SMc), kl. 10:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 10:00

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Fundargerð 15. fundar var samþykkt.

2) Kosning 2. varaformanns Kl. 10:01
Smári McCarthy var kjörinn 2. varaformaður nefndarinnar.

3) Tillaga um að hafa 4. dagskrárlið opinn fyrir fréttamenn Kl. 10:01
Samþykkt var að hafa 4. dagskrárlið opinn fyrir fréttamenn.

4) Eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Skýrsla Kl. 10:02 - Opið fréttamönnum
Á fund nefndarinnar kom Sigurður Ingólfsson, formaður starfshóps sem samdi skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum.

Smári McCarthy lagði fram eftirfarandi bókun, sem Elsa Lára Arnardóttir, Katrín Jakobsdóttir og Logi Einarsson studdu: Það er óásættanlegt að forsætisráðherra vilji ekki gera nefndinni grein fyrir því hvers vegna hann sem þáverandi fjármála- og efnahagsráðherra beið með að birta skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum fram yfir kosningar. Það er okkar afstaða að þar með sé vegið að getu Alþingis til að sinna eftirlitsskyldu sinni.

5) Önnur mál Kl. 10:59
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:59