28. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 8. mars 2017 kl. 09:03


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:03
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:03
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 09:03
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS), kl. 09:49
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:03
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 09:04
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 09:11
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:03

Brynjar Níelsson var fjarverandi. Vilhjálmur Bjarnason vék af fundi kl. 9:57. Rósa Björk Brynjólfsdóttir vék af fundi kl. 10:10. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vék af fundi kl. 11:03.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:03
Fundargerð 27. fundar var samþykkt með fyrirvara um að ekki bærust athugasemdir fyrir lok dags.

2) Kynning á meðferð EES-mála Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar kom Gunnþóra Elín Erlingsdóttir, ritari EES-mála á nefndasviði Alþingis.

3) Tilskipun nr. 2014/56/ESB um breytingu á tilskipun 2006/43/8EB um lögboðna endurskoðun ársreikninga og samstæðureikninga Kl. 09:27
Á fund nefndarinar komu Harpa Theodórsdóttir og Heimir Skarphéðinsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Steinlaug Högnadóttir frá utanríkisráðuneyti.

4) Reglugerð (ESB) nr. 537/2014 um sérstakar kröfur í tengslum við lögboðna endurskoðun á einingum tengdum almannahagsmunum og niðurfellingu á ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2005/909/EB Kl. 09:31
Á fund nefndarinar komu Harpa Theodórsdóttir og Heimir Skarphéðinsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Steinlaug Högnadóttir frá utanríkisráðuneyti.

5) Reglugerð nr. 910/2014/ESB um rafræn skilríki og traustþjónustu fyrir rafræn viðskipti á innri markaði. Kl. 09:36
Á fund nefndarinar komu Harpa Theodórsdóttir og Heimir Skarphéðinsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Steinlaug Högnadóttir frá utanríkisráðuneyti.

6) Tilskipun (ESB) nr. 2015/849 um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka Kl. 09:54
Á fund nefndarinar komu Dagmar Sigurðardóttir og Hildur Dungal frá innanríkisráðuneyti og Steinlaug Högnadóttir frá utanríkisráðuneyti.

7) Reglugerð (EB) nr. 2016/1675 um athuganir á áhættusömum ríkjum utan EES þar sem veikleikar eru á eftirlit og aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Kl. 09:54
Á fund nefndarinar komu Dagmar Sigurðardóttir og Hildur Dungal frá innanríkisráðuneyti og Steinlaug Högnadóttir frá utanríkisráðuneyti.

8) Reglugerð (EB) nr. 909/2014 um bætt verðbréfauppgjör í Evrópusambandinu og um verðbréfamiðstöðvar Kl. 10:26
Á fund nefndarinar komu Erna Hjaltested frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Steinlaug Högnadóttir frá utanríkisráðuneyti.

9) Stefna um framtíðarskipulag fjármálakerfisins Kl. 10:45
Ákveðið var að nefndin mundi fjalla nánar um málið.

10) Erindi efnahags- og viðskiptanefndar til ríkisskattstjóra Kl. 11:10
Ákveðið var að senda bréf til ríkisskattstjóra með ósk um afstöðu embættisins til tiltekinna atriða.

11) Önnur mál Kl. 11:13
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:14