29. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, sunnudaginn 12. mars 2017 kl. 16:00


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 16:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 16:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 16:00
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (ÁslS), kl. 16:00
Brynjar Níelsson (BN), kl. 16:00
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 16:00
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 16:00
Logi Einarsson (LE), kl. 16:00
Nichole Leigh Mosty (NicM), kl. 16:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 16:00
Smári McCarthy (SMc), kl. 16:00

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Ósk um áheyrn að tilteknu máli. Kl. 16:00
Áheyrnaraðild Nichole Leigh Mosty að máli um áætlun um afnám hafta var samþykkt.

2) Áætlun um afnám hafta Kl. 16:00
Á fund nefndarinnar komu Benedikt Jóhannesson fjármála- og efnahagsráðherra, Benedikt Árnason frá forsætisráðuneyti, Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Jón Sigurgeirsson frá Seðlabanka Íslands.

3) Önnur mál Kl. 17:07
Ákveðið var að fella niður fund með stýrinefnd um losun fjármagnshafta 13. mars 2017.

Fundi slitið kl. 17:08