31. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 14. mars 2017 kl. 13:03


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 13:03
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 13:27
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 13:15
Brynjar Níelsson (BN), kl. 13:03
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 13:03
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 13:04
Logi Einarsson (LE), kl. 13:24
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 13:03
Smári McCarthy (SMc), kl. 13:03

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var fjarverandi. Jón Steindór Valdimarsson boðaði seinkun. Brynjar Níelsson vék af fundi kl. 14:56.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:03
Fundargerð 30. fundar var samþykkt.

2) Stefna um framtíðarskipulag fjármálakerfisins Kl. 13:03
Á fund nefndarinnar komu fyrst Fjóla Agnarsdóttir og Leifur Arnkell Skarphéðinsson frá starfshópi um aðgerðir til að draga úr áhættu í fjármálakerfinu og auka viðnámsþrótt gegn fjármálaáföllum, næst Björk Sigurgísladóttir, Elmar Ásbjörnsson, Rúnar Örn Olsen, Tómas Sigurðsson og Unnur Gunnarsdóttir frá Fjármálaeftirlitinu og loks Friðrik Már Baldursson prófessor.

3) 66. mál - fjármálastefna 2017--2022 Kl. 15:07
Nefndin ræddi málið.

4) Önnur mál Kl. 15:12
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:12