57. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 146. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 15. júní 2017 kl. 11:17


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 11:17
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 11:23
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) 2. varaformaður, kl. 11:17
Brynjar Níelsson (BN), kl. 11:17
Guðjón S. Brjánsson (GBr) fyrir Loga Einarsson (LE), kl. 11:18
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 11:17
Lilja Alfreðsdóttir (LA), kl. 11:23
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB), kl. 11:17
Smári McCarthy (SMc), kl. 11:17

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir var fjarverandi. Lilja Dögg Alfreðsdóttir vék af fundi kl. 12:20.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 11:17
Fundargerð 56. fundar var samþykkt.

Fundargerð 57. fundar var samþykkt með fyrirvara um að ekki yrðu gerðar athugasemdir fyrir lok dags 16. júní 2017.

2) Skýrsla um kosti og galla við aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi Kl. 11:19
Á fund nefndarinnar komu Jónas Þórðarson, Leifur Arnkell Skarphéðinsson og Tómas Sigurðsson frá starfshópi sem falið var að skoða kosti og galla þess að aðskilja viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi.

3) Önnur mál Kl. 12:24
Ákveðið var að óska eftir upplýsingum frá Landssamtökum lífeyrissjóða um reglur lífeyrissjóða um kaupauka.

Fundi slitið kl. 12:27