2. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 19. desember 2017 kl. 09:32


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:32
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 09:32
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:32
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:32
Karl Gauti Hjaltason (KGH) fyrir Ólaf Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:33
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:32
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:32
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:32
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:41

Brynjar Níelsson var fjarverandi. Þorsteinn Víglundsson vék af fundi kl. 10:30. Karl Gauti Hjaltason tók sæti á fundinum þegar áheyrnaraðild Ólafs Ísleifssonar hafði verið samþykkt.

Nefndarritari: Gunnlaugur Helgason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:32
Fundargerð 1. fundar var samþykkt.

2) Beiðni um áheyrnaraðild Kl. 09:33
Samþykkt var að Ólafur Ísleifsson fengi áheyrnaraðild að nefndinni.

3) 3. mál - breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2018 Kl. 09:33
Á fund nefndarinnar komu fyrst Gylfi Arnbjörnsson og Henný Hinz frá Alþýðusambandi Íslands, næst Ásdís Kristjánsdóttir og Bergþóra Halldórsdóttir frá Samtökum atvinnulífsins, næst Elín Alma Arthursdóttir og Ingvar J. Rögnvaldsson frá ríkisskattstjóra og loks Alexander Eðvardsson frá KPMG ehf. Gestirnir ræddu frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Tilskipun 2014/65/ESB um markaði fyrir fjámálagerninga og breytingu á tilskipun 2002/92/EB (MiFID2) Kl. 11:32
Liðnum var frestað.

5) Reglugerð (ESB) nr. 600/2014 um markaði fyrir fjármálagerninga og breytingu á reglugerð (ESB) nr. 648/2012 (MiFIR) Kl. 11:32
Liðnum var frestað.

6) Önnur mál Kl. 11:32
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:32