29. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 12. apríl 2018 kl. 09:10


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 09:10
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:10
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:10
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 09:10
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:10

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 25. - 28. fundar voru samþykktar.

2) 424. mál - brottfall laga um Lífeyrissjóð bænda Kl. 09:10
Nefndin fékk á sinn fund Önnu Valbjörgu Ólafsdóttur og Harald Steinþórsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti sem kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með umsagnarfresti til 18. apríl og að Helgi Hrafn Gunnarsson yrði framsögumaður málsins.

3) 452. mál - Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda Kl. 09:20
Nefndin fékk á sinn fund Önnu Valbjörgu Ólafsdóttur og Harald Steinþórsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti sem kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með umsagnarfresti til 18. apríl og að Bryndís Haraldsdóttir yrði framsögumaður málsins.

4) 453. mál - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins Kl. 09:25
Nefndin fékk á sinn fund Önnu Valbjörgu Ólafsdóttur og Harald Steinþórsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti sem kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með umsagnarfresti til 18. apríl og að Ólafur Þór Gunnarsson yrði framsögumaður málsins.

5) 423. mál - breyting á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld Kl. 09:35
Nefndin fékk á sinn fund Ingibjörgu Helgu Helgadóttur og Steinar Örn Steinarsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti sem kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með umsagnarfresti til 25. apríl og að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður málsins.

6) 422. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 09:50
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 25. apríl og að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður málsins.

7) 395. mál - innheimtulög Kl. 09:55
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 25. apríl og að Þorsteinn Víglundsson yrði framsögumaður málsins.

8) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00