39. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 7. maí 2018 kl. 15:00


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 15:00
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 15:00
Birgir Þórarinsson (BirgÞ) fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 15:08
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 15:15
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 15:00
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 15:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 15:15
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ), kl. 15:00
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) fyrir Silju Dögg Gunnarsdóttur (SilG), kl. 15:00

Brynjar Níelsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:00
Fundargerð 38. fundar var samþykkt.

2) 424. mál - brottfall laga um Lífeyrissjóð bænda Kl. 15:00
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum allra viðstaddra nefndarmanna.

Allir viðstaddir nefndarmenn skrifuðu undir nefndarálit, þar af Þórunn Egilsdóttir og Birgir Þórarinsson með fyrirvara. Ólafur Ísleifsson, áheyrnarfulltrúi, lýsti sig samþykkan nefndarálitinu og tók undir fyrirvara Þórunnar og Birgis.

3) 388. mál - Viðlagatrygging Íslands Kl. 15:50
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum allra viðstaddra.

Allir viðstaddir nefndarmenn skrifuðu undir nefndarálit með breytingartillögu. Ólafur Ísleifsson, áheyrnarfulltrúi, lýsti sig samþykkan álitinu.

4) 423. mál - breyting á ýmsum lagaákvæðum um skatta og gjöld Kl. 16:00
Dagskrárlið frestað.

5) 395. mál - innheimtulög Kl. 16:00
Nefndin fjallaði um málið.

6) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 596/2014 frá 16. apríl 2014 um markaðssvik (reglugerð um markaðssvik) og um niðurfellingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/6/EB og tilskipunum framkvæmdastjórnarinnar 2003/124/EB, 2003/125/EB og 2004 Kl. 16:05
Nefndin afgreiddi álit um upptöku gerðarinnar í EES-samninginn til utanríkismálanefndar. Allir viðstaddir nefndarmenn rituðu undir álitið.

7) Önnur mál Kl. 16:10
Nefndin fjallaði um starfið fram undan.

Fundi slitið kl. 16:10