19. fundur
fjárlaganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 22. nóvember 2011 kl. 17:07


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 17:07
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 17:07
Ásbjörn Óttarsson (ÁsbÓ), kl. 17:07
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 17:07
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ), kl. 17:07
Illugi Gunnarsson (IllG), kl. 17:07
Kristján Þór Júlíusson (KÞJ), kl. 17:07
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 17:07

Nefndarritari: Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2012 Kl. 18:12
Fjármálaráðuneyti: Nökkvi Bragason Elín Guðjónsdóttir, Davíð Steinn Davíðsson og Hafsteinn Hafsteinsson. Lögðu fram tillögur ríkisstjórnar fyrir 2. umræðu um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2012.
Höskuldur lét bóka að hann óskaði eftir sundurliðunum sem skýrðu millifærslur og breytingar vegna færslu úthlutana á safnliðum til ráðuneytanna og ýmissa sjóða.
Lögð fram erindaskrá fjárlaganefndar Alþingis.
Fulltrúi Framsóknarflokksins lét bóka að hann ítrekaði gagnrýni sína á breytt verklag og framsetningu fjárheimilda vegna úthlutunar styrkja í fjárlögum eða hinna svokölluðu safnliða. Jafnframt hafi ítrekað verið kallað eftir upplýsingum um útfærslu á hinu breytta verklagi án þess að það hafi verið lagt fram. Bent var á að ein vika væri þangað til 2. umræða um frumvarp til fjárlaga ætti að fara fram.

2) Önnur mál Kl. 20:12
Björn valur vék af fundi kl. 18:40 og kom til baka kl. 19:35.
Sigmundur Ernir vék af fundi kl. 18:35.
Kristján Þór vék af fundi kl. 18:48 til að mæta á annan fund.
Illugi vék af fundi kl. 19:13.

3) Samþykkt fundargerðar Kl. 20:12
Fundargerð var samþykkt af Árna Þór, Ásbirni, Birni Val, Höskuldi og Sigríði Ingibjörgu.

Fundi slitið kl. 20:12