27. fundur
fjárlaganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, laugardaginn 3. desember 2011 kl. 13:27


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 13:27
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 13:27
Ásbjörn Óttarsson (ÁsbÓ), kl. 13:27
Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS), kl. 13:27
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 13:27
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ), kl. 15:25
Illugi Gunnarsson (IllG), kl. 13:27
Kristján Þór Júlíusson (KÞJ), kl. 13:27
Lúðvík Geirsson (LGeir) fyrir SER, kl. 15:26
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 13:27

Nefndarritari: Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2012 Kl. 13:27
Lagðar fram tillögur meiri hluta fjárlaganefndar fyrir 3. umræðu fjárlaga.
Fjármálaráðuneyti: Elín Guðjónsdóttir og Davíð Steinn Davíðsson. Lagðar fram tekjutillögur og bréf frá ráðuneytinu dags. 03.12.2011.

Formaður tilkynnti að fjárlagafrumvarpið yrði afgreitt úr fjárlaganefnd á fundi nefndarinnar kl. 18:00 næsta dag. Kristján, Ásbjörn og Illugi gera athugasemdir við vinnulagið. Tillögur meiri hluta séu ekki nægjanlega skjalfestar og við úrvinnslu gagnanna er villuhætta vegna þess hraða sem á málinu er. Kristján, Ásbjörn og Illugi láta bóka að þeir árétta að formaður nefndarinnar setji sig í samband við forsætisnefnd og geri grein fyrir stöðu málsins. Gerðar verði ráðstafanir til að frumvarpið verði afgreitt úr fjárlaganefnd nk. mánudaginn og að 3. umræða fari fram á nk. fimmtudaginn. Þar með verði tryggt að þingskjöl verði afgreidd með viðunandi hætti.

Fundi frestað til kl. 18:00 4. desember.

Fundi var fram haldið 4. desember kl. 18:00.
Í forföllum nefndarmanns og varamanns er þingflokki heimilt að tilnefna annan þingmann sem staðgengil til setu í nefnd, sbr. 3. mgr. 17. gr. þingskapa. Formaður þingflokks Vinstri grænna hefur sent nefndarritara tilkynningu í tölvupósti um tilnefningu Álfheiðar Ingadóttur sem staðgengils Björns Vals Gíslasonar.

Mættir: Kristján Þór Júlíusson, Ásbjörn Óttarsson, Illugi Gunnarsson,Höskuldur Þór Þórhallsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson og Björgvin G. Sigurðsson.

Fjárlagafrumvarp 2012 var afgreitt til 3. umræðu með atkvæðum Sigmundar, Sigríðar, Álfheiðar, Árna Þórs og Björgvins. Munu þau gefa út sameiginlegt nefndarálit. Kristján Þór, Ásbjörn og Illugi bóka mótmæli. Telja að nefndin þurfi meiri tíma til að afgreiða fjárlögin og benda á að nefndin hefur ekki fengið álit frá efnahags- og viðskiptanefnd um tekjugrein fjárlaga. Áskilja sér rétt til að flytja þær breytingatillögur sem þeir vilja. Höskuldur mótmælir einnig og telur að það vanti úttektir á heilbrigðisstofnunum og áskilur sér rétt til að flytja breytingatillögur.

2) Önnur mál Kl. 18:56
Fleiri mál voru ekki rædd.

Sigmundur vék af fundi kl. 13:40 og kom tilbaka kl. 16:38.
Björgvin G. vék af fundi kl. 15:00, Lúðvík Geirsson kom inn sem varamaður hans kl. 16:38.
Þór Saari var fjarverandi.

Fundi fram haldið 4. desember kl. 18:00
Ásbjörn Óttarsson óskar eftir að fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytis mæti á fund nefndarinnar.
Þór Saari var fjarverandi,

3) Samþykkt fundargerðar Kl. 16:57
Fundargerð borin upp á framhaldsfundi 4. desember kl. 18:45 og samþykkt af:
SII, ÁÞS, ÁsbÓ, BjörgvS, ÁI, KÞJ, HöskÞ, IllG, og SER.

Fundi slitið kl. 19:00