49. fundur
fjárlaganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 16. apríl 2012 kl. 09:53


Mættir:

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (SII) formaður, kl. 09:53
Árni Þór Sigurðsson (ÁÞS), kl. 10:42
Ásbjörn Óttarsson (ÁsbÓ), kl. 09:53
Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS), kl. 10:16
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 10:03
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ), kl. 10:42
Kristján Þór Júlíusson (KÞJ), kl. 09:53

Nefndarritari: Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) Stefnan í lánamálum ríkisins 2012-2016. Kl. 10:03
Fjármálaráðuneyti: Ingvar Ragnarsson.

2) 188. mál - lokafjárlög 2010 Kl. 11:48
Frumvarp til lokafjárlaga verður afgreitt á næsta fundi nefndarinnar.

3) Önnur mál. Kl. 12:02
Drög að framhaldsáliti fjárlaganefndar á skýrslu Ríkisendurskoðunar um sjóði sem starfa eftir staðfestri skipulagsskrá var lagt fram og verður afgreitt á næsta fundi.
Lagt fram til kynningar bréf frá fjármálaráðherra dags. 13.04.2012 um fjárhagsmálefni Farice ehf.
Árni Þór kom of seint þar sem hann var á öðrum fundi.
Björgvin G. vék af fundi 10:32 og kom til baka 10:48.
Björgvin G. vék af fundi 11:11.
Björn Valur vék af fundi kl. 11:37 til að mæta á fund þingflokksformanna.
Illugi Gunnarsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Þór Saari voru fjarverandi.


4) Samþykkt fundargerðar. Kl. 12:08
Fundargerð var samþykkt af öllum viðstöddum sem eru: SII, KÞJ, ÁsbÓ, HöskÞ og ÁÞS.

Fundi slitið kl. 12:09