1. fundur
fjárlaganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 19. september 2012 kl. 09:30


Mættir:

Björn Valur Gíslason (BVG) formaður, kl. 09:30
Ásbjörn Óttarsson (ÁsbÓ), kl. 09:30
Kristján Þór Júlíusson (KÞJ), kl. 09:30
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:30
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:30
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 09:30

Nefndarritari: Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - Fjárlög 2013 Kl. 09:31
Fjármálaráðuneyti: Hafsteinn Hafsteinsson kynnti 6. gr. frumvarps til fjárlaga 2013.
Lagt fram yfirlit yfir 6. gr. fjárlagafrumvarpsins.
Óskað var eftir nánari skýringum á þeim liðum sem ekki hafa áður verið í 6. greininni. Hafsteinn mun skila nefndinni minnisblaði með skýringum á öllum liðum greinarinnar.
Óskað var eftir heildarútskrift úr fasteignaskrá ríkisins. Einnig uppdrætti af landareign ríkisins við Reykjavíkurflugvöll.

2) 1. mál - Fjárlög 2013 Kl. 10:00
Innanríkisráðuneyti: Ragnhildur Hjaltadóttir, Pétur Fenger og Oddur Einarsson. Farið var yfir frumvarp til fjárlaga 2013 og þau verkefni sem gert er ráð fyrir að verði í frumvarpi til fjáraukalaga 2012.

3) Önnur mál. Kl. 11:55
Fleira var ekki gert og fundi slitið.

Höskuldur Þór Þórhallsson, Björgvin G. Sigurðsson, Valgerður Bjarnadóttir og Þór Saari voru fjarverandi.

4) Samþykkt fundargerðar. Kl. 12:01
Fundargerð var samþykkt af: BVG, KÞJ, ÁsbÓ, LGeir, SER og RR.

Fundi slitið kl. 12:00