3. fundur
fjárlaganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 24. september 2012 kl. 09:31


Mættir:

Björn Valur Gíslason (BVG) formaður, kl. 09:31
Ásbjörn Óttarsson (ÁsbÓ), kl. 09:31
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ), kl. 09:38
Kristján Þór Júlíusson (KÞJ), kl. 09:31
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 09:31
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 09:31
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 09:31
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:31
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:42

Nefndarritari: Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 1. mál - Fjárlög 2013 Kl. 09:33
Frá utanríkisráðuneyti komu Pétur Ásgeirsson og Marta Jónsdóttir. Ráðuneytið mun senda fjárlaganefnd heildaryfirlit yfir reiknireglur sem beitt er við útreikning framlaga til alþjóðastofnana. Einnig mun ráðuneytið senda uppfært svar við þingfyrirspurn um rekstrarkostnað sendiráða og yfirlit yfir rekstargjöld aðalskrifstofu. Sama á við um yfirlit yfir aðildargjöld til NATO sem og yfirlit yfir sértekjur og markaðar tekjur ráðuneytisins.

2) 153. mál - fjáraukalög 2012 Kl. 10:36
Yfirferð utanríkisráðuneytisins á tillögum í frumvarpi til fjáraukalaga.

3) Önnur mál. Kl. 10:55
Rætt um upplýsingagjöf ráðuneyta vegna frumvarps til fjáraukalaga, hvaða gesti á að kalla til á fund nefndarinnar í tenglsum við fjárlagafrumvarpið og nokkur önnur mál.

Höskuldur vék af fundi kl. 9:40, kom aftur kl. 10:00, vék aftur af fundi kl. 10:27.

4) Samþykkt fundargerðar. Kl. 11:20
Fundargerðin var samþykkt af öllum viðstöddum sem voru Ásbjörn Óttarsson, Björn Valur Gíslason, Kristján Þór Júlíusson, Lúðvík Geirsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Valgerður Bjarnadóttir og Þór Saari.

Fundi slitið kl. 11:20