27. fundur
fjárlaganefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 26. nóvember 2012 kl. 17:03


Mættir:

Björn Valur Gíslason (BVG) formaður, kl. 17:03
Ásbjörn Óttarsson (ÁsbÓ), kl. 17:03
Björgvin G. Sigurðsson (BjörgvS), kl. 17:03
Guðrún Erlingsdóttir (GErl) fyrir VBj, kl. 17:03
Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ), kl. 17:04
Kristján Þór Júlíusson (KÞJ), kl. 17:03
Lúðvík Geirsson (LGeir), kl. 17:03
Magnús Orri Schram (MSch), kl. 17:25
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (RR), kl. 17:03

Björgvin G. Sigurðsson vék af fundi kl. 17.30.
Magnús Orri Schram vék af fundi kl. 17.25.

Nefndarritari: Jón Magnússon

Bókað:

1) 1. mál - fjárlög 2013 Kl. 17:04
Dreift var tillögum ríkisstjórnar og tillögum meiri hluta fjárlaganefndar fyrir 2. umræðu fjárlaga. Einnig var dreift drögum að nefndaráliti. Meiri hluti nefndarinnar samþykkti að afgreiða málið til 2. umræðu. Meiri hlutann skipa Björn Valur Gíslason, Björgvin G. Sigurðsson, Guðrún Erlingsdóttir, Lúðvík Geirsson og Magnús Orri Schram. Minni hlutinn lagðist gegn því að taka málið út. Ásbjörn Óttarsson, Kristján Þór Júlíusson og Ragnheiður Ríkharðsdóttir munu leggja fram sérálit. Höskuldur Þórhallsson mun einnig leggja fram sérálit um málið.

2) Önnur mál. Kl. 17:37
Nefndarálit um skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings 2010 samþykkt samhljóða. Framsögumaður verður Ásbjörn Óttarsson.

Formaður nefndi að umfangsmikil mál gætu komið til afgreiðslu fyrir 3. umræðu fjárlaga, t.d. nýbygging Landspítalans, fjárhagsmálefni Hörpu og Íbúðalánasjóðs, málefni háskóla og löggæslumál.

3) Samþykkt fundargerðar. Kl. 17:39
Fundargerð samþykktu BVG, ÁsbÓ, GErl, HöskÞ, KÞJ, LGeir og RR.

Fundi slitið kl. 17:41