26. fundur
fjárlaganefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 5. desember 2013 kl. 13:14


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 13:14
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 13:14
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 13:14
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 13:14
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 14:08
Karl Garðarsson (KG), kl. 13:14
Sigurður Páll Jónsson (SPJ) fyrir ÁsmD, kl. 13:14
Svandís Svavarsdóttir (SSv) fyrir BjG, kl. 13:14
Unnur Brá Konráðsdóttir (UBK) fyrir ValG, kl. 14:24

Haraldur Benediktsson kom á fundinn að loknum fundi atvinnuveganefndar.
Valgerður Gunnarsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 199. mál - fjáraukalög 2013 Kl. 13:14
Utanríkisráðuneyti: Harald Aspelund og Marta Jónsdóttir. Farið var yfir þá liði frumvarps til fjáraukalaga fyrir árið 2013 sem eru á ábyrgðarsviði ráðuneytisins.

2) 10. mál - bygging nýs Landspítala Kl. 13:49
Umsögn fjárlaganefndar um tillögu til þingsályktunar um byggingu nýs Landspítala var samþykkt af öllum viðstöddum sem voru Vigdís Hauksdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Oddný G. Harðardóttir, Karl Garðarsson, Svandís Svavarsdóttir, Haraldur Benediktsson og Sigurður Páll Jónsson.

3) Breyting á lögum um markaðar tekjur Kl. 14:28
Farið var yfir frumvarp til laga um afnám markaðra tekna.

4) Önnur mál Kl. 14:21
Lagt fram til kynningar í fjárlaganefnd minnisblað velferðarráðuneytisins dagsett 3. desember 2013 um endurnýjun á tækjabúnaði Landspítalans og Sjúkrahússins á Akureyri.
Fleira var ekki gert.

5) Fundargerðir fjárlaganefndar á 143. þingi Kl. 15:15
Fundargerðina samþykktu Vigdís Hauksdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Oddný G. Harðardóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Haraldur Benediktsson, Karl Garðarsson, Svandís Svavarsdóttir, Sigurður Páll Jónsson og Unnur Brá Konráðsdóttir.

Fundi slitið kl. 15:28