20. fundur
fjárlaganefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 11. nóvember 2015 kl. 08:30


Mættir:

Vigdís Hauksdóttir (VigH) formaður, kl. 08:30
Guðlaugur Þór Þórðarson (GÞÞ) 1. varaformaður, kl. 08:53
Oddný G. Harðardóttir (OH) 2. varaformaður, kl. 08:38
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 08:43
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH), kl. 08:41
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 08:30
Brynhildur Pétursdóttir (BP), kl. 08:30
Fjóla Hrund Björnsdóttir (FHB) fyrir Pál Jóhann Pálsson (PJP), kl. 08:44
Haraldur Benediktsson (HarB), kl. 08:30
Valgerður Gunnarsdóttir (ValG), kl. 08:38

Ásta Guðrún Helgadóttir vék af fundi kl. 8:50.

Nefndarritarar:
Jón Magnússon
Ólafur Elfar Sigurðsson

Bókað:

1) 148. mál - opinber fjármál Kl. 08:30
Ásta Guðrún Helgadóttir, áheyrnarfulltrúi Pírata, útskýrði breytingartillögu flokksins um að fjárlög væru tiltæk á netinu í almennu formati til nota í tölvum.
Nefndin hélt síðan áfram að fara yfir frumvarp til laga um opinber fjármál. Gert var fundarhlé kl. 10:40 til 11:30 og fulltrúar Ríkisendurskoðunar og fjármála- og efnahagsráðuneytisins boðaðir á fundinn.
Á fund nefndarinnar komu kl. 11:30 Jón L. Björnsson frá Ríkisendurskoðun og Björn Rögnvaldsson og Ingþór K. Eiríksson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Rætt var um 30. gr. frumvarpsins og ákvæði til bráðabirgða I. Ráðuneytið lagði fram tillögu að breytingartillögum í minnisblaði um 30. gr. og 52. og 56. gr. Samþykkt var að Ríkisendurskoðun og fjármála- og efnahagsráðuneytið skiluðu nefndinni síðar sama dag minnisblaði með tillögu um með hvaða hætti gengismunur og verðbætur yrðu settar fram í ríkisreikningi á gildistíma bráðabirgðaákvæðisins. Annar fundur í nefndinni síðar sama dag í kvöldverðarhléi eða að loknum þingfundi.

2) Önnur mál Kl. 12:11
Fleira var ekki gert.

3) Fundargerð Kl. 12:14
Fundargerð 19. fundar var samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:15